Bruno Guimaraes, miðjumaður Newcastle, er áfram orðaður við Arsenal.
Talið er að Andrea Berta, sem er að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála, sé mikill aðdáandi Bruno og vilji fá hann í sumar.
Hvort Bruno fari eða ekki veltur mikið á því hvort Newcastle nái Meistaradeildarsæti í vor, en þar er liðið í harðri baráttu.
Fari svo að liðið nái ekki sæti í keppninni er sagt að Bruno verði fáanlegur á 60 milljónir punda í sumar. Það gæti Arsenal nýtt sér.