Einn starfsmaður slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga í dag. Öryggi sprakk í aðveitustöð í álverinu.
RÚV greinir frá þessu. Sólveig Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segist ekki hafa upplýsingar um ástand mannsins. Segir hún svokallaðan ljósboga hafa myndast en það er þegar rafstraumur fer um gas. Svæðið hafi verið tryggt og að unnið sé að greiningu og viðgerð á kerlínu.
Slökkvilið og lögregla voru kölluð á vettvang vegna atviksins.