Það vakti athygli margra að Marcus Rashford var valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.
Rashford hefur ekki verið í hópnum í heilt ár en er nú valinn eftir að hann kveikti á ferli sínum á ný með því að ganga í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United, þar sem hann var algjörlega kominn í frystikistuna undir sjórn Ruben Amorim.
Rashford var að vonum stoltur af valinu í dag og smellti sér á Instagram eftir að það var opinberað.
„Aldrei hætta að trúa. Hlakka svo til að byrja,“ skrifaði hann þar.