Magnús Már Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Afturelding kom upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar í fyrra. Fyrirkomulagið í þeirri deild barst aðeins í tal og voru Hrafnkell og Magnús sammála um að fjölga ætti liðum þar um tvö og Lengja mótið.
„Í rauninni finnst mér það tímaskekkja hvað Lengjudeildin byrjar seint. Það mætti fjölga liðunum þar og teygja hana í báðar áttir. Það eru oft ungir og efnilegir leikmenn að spila í þessari deild og það er synd hvað tímabilið er stutt,“ sagði Magnús og hélt áfram.
„Ég held að Lengjudeildin myndi auðveldlega bera það að hafa 14 lið og fjölga leikjunum. Það er spilað á viku fresti eiginlega allt sumarið, engin landsleikjahlé og þess háttar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.