Magnús Már Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Elmar Kári Enesson Gogic hefur farið á kostum í Lengjudeildinni með Aftureldingu undanfarin ár og er Magnús ansi spenntur að fylgjast með honum deild þeirra bestu.
„Ég er mjög spenntur. Hann, eins og margir aðrir í okkar liði, eru á frábærum aldri. Hann er 23 ára og enn að taka skrefið upp á við. Hann er mjög góður í dag og getur orðið ennþá betri.
Hann veit það sjálfur og er að leggja mikla vinnu á sig til að verða betri. Ég er mjög spenntur að sjá hann spila í Bestu deildinni og er ekki í vafa um að hann muni standa sig vel.“
Umræðan í heild er í spilaranum.