fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433

Grótta fær tvo leikmenn sem koma frá KR og Fram

433
Föstudaginn 14. mars 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmennirnir Dagur Bjarkason og Halldór Hilmir Thorsteinson hafa gengið í raðir Gróttu en þeir koma frá uppeldisfélögum sínum KR og Fram.

Dagur, sem verður 19 ára gamall á árinu, er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið alls staðar í varnarlínunni sem og á miðju. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 30 leiki með KV ásamt einum bikarleik og þremur Lengjubikarleikjum með KR. Dagur hefur komið af krafti inn í Gróttuliðið síðustu vikur og byrjað alla þrjá leiki liðsins í Lengjubikarnum.

Halldór Hilmir er ári yngri, verður 18 ára í sumar, og leikur sem varnarmaður. Hann er fæddur og uppalinn Framari og lékk upp yngri flokkana með félaginu, fyrst í Safamýrinni og síðar í Úlfarsárdal eftir flutning Fram þangað. Halldór spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar Grótta mætti Haukum í fyrstu umferð Lengjubikarsins í febrúarlok.

Rúnar Páll Sigmundsson er ánægður með hugarfar nýju leikmannanna: „Ég er ánægður með komu þessara ungu drengja sem eiga eftir að styrka ungan leikmannahóp Gróttu. Dagur og Halldór eru flottir strákar með metnað fyrir því að ná lengra.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var Maradona í raun og veru myrtur?

Var Maradona í raun og veru myrtur?