Ben White vill koma aftur í enska landsliðið nú þegar Gareth Southgate er hættur, frá þessu segir Thomas Tuchel nýr þjálfari liðsins.
Tuchel kynnti sinn fyrsta hóp í dag en White var ekki í hópnum, hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli.
„Hann vill ólmur komast aftur í hópinn, það er of snemmt fyrir hann að koma núna,“ sagði White.
„Ég er ánægður að sjá hann á æfingum alla daga, við fylgjumst mjög vel með honum.“
White fór heim af HM í Katar árið 2022 og hefur síðan þá ekki komist í enska landsliðshópinn, ekki haft áhuga á því.
„Við erum í virku samtali við Ben og við erum ánægðir að sjá hann spila aftur.“