Þetta var í mars 2023 og var hann þá rúmlega 130 kíló og hafði alltaf átt erfitt með að léttast og halda aukakílóunum í burtu.
Eiginkona hans hafði misst 27 kíló á nokkrum mánuðum á lyfinu og árangur hennar sannfærði hann um að prófa sjálfur.
Hann missti 40 kíló á einu ári og gat hætt að taka inn lyf fyrir of háum blóðþrýstingi og kólesteróli. En síðan, í mars 2024, fljótlega eftir að læknirinn hans hækkaði skammtinn hans í 2,5 mg – hann byrjaði að taka 1,5 mg – vaknaði hann einn morguninn með ský á vinstra auga. Tveimur vikum seinna var sjón hans í hægra auga einnig óskýr.
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi,“ sagði Norris við NY Post. Hann sagði að hann hafi í fyrstu haldið að þetta væri vegna kinnholusýkingar sem hann hafði verið að glíma við.
Hann fór til augnlæknis og í tölvusneiðmyndatöku, það kom í ljós að hann væri kominn með NAION (non-arterior ischemic optic neuropathy). Um er að ræða blóðþurrð í auga sem veldur skyndilegri og sársaukalausri sjónskerðingu.
Þetta ástand er sjaldgæft en samkvæmt nýlegum rannsóknum hefur komið í ljós að fólk með sykursýki er fjórum sinnum líklegra til að greinast með NAION ef það var að taka inn semaglútíð og sjúklingar í ofþyngd eða sem glíma við offitu eru rúmlega sjö sinnum líklegri til að glíma við NAION ef þeir voru að taka inn þyngdarstjórnunarlyf með semaglútíð. Áhættan er mest á fyrsta ári lyfjatöku.
Sjá einnig: Megrunarlyfin Wegovy og Ozempic gætu valdið sjaldgæfri og skyndilegri blindu
„Ég var miður mín,“ sagði Norris. „Það er mjög sjaldgæft að fá NAION í bæði augu.“
„Ég hef verið bifvélavirki alla mína ævi en ég get ekkert gert með höndunum lengur.“
Norris hætti að taka inn Mounjaro í júlí 2024 en glímir enn við mikla sjónskerðingu. Hann sagði aukaverkanir þyngdartapslyfja ekki þess virði.