fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“

433
Föstudaginn 14. mars 2025 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 1/2025. Hefur dómstóllinn staðfest hinn áfrýjaða úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um þriggja leikja bann Ibrahima Balde miðjumanns Þórs frá 4. mars sl.

Dómurinn frá KSÍ:
Mál þetta dæma Feldís Lilja Óskarsdóttir, Jóhannes Albert Sævarsson og Steinar Þór Guðgeirsson. Hinn áfrýjaði úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, var kveðinn upp þann 4. mars 2025, þar sem Ibrahima Balde, leikmanni mfl. karla var gert að sæta þriggja leikja leikbanni vegna brottvísunar í leik Þórs og ÍR í Lengjubikar karla þann 1. mars sl. Áfrýjun úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar barst skrifstofu KSÍ þann 6. mars sl. þar sem knattspyrnudeild Þórs gerir eftirfarandi kröfur:

Aðallega að leikbann Ibrahima Balde verði stytt niður í einn leik. Til vara að aga- og úrskurðarnefnd rökstyðji hvaða ástæður liggi að baki lengd leikbanns.

Með reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar þann 4. mars 2025 var Ibrahima Balde leikmanni Þórs gert að sæta 1 leiks banni vegna brottvísunar í leik Þórs og ÍR í Lengjubikar karla þann 4. mars 2025. Í skýrslu dómara til aga- og úrskurðarnefndar er ástæða brottvísunar Ibrahima Balde tilgreind sem; Ofsaleg framkoma. Nánari skýring á brottvísun er eftirfarandi:

„Leikmaður skallar andstæðing í andlitið.“ Almennt verður úrskurðum aga- og úrskurðarnefndar ekki skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ nema í þeim undantekningartilvikum sem greinir í a til e liða gr. 17.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Samkvæmt a-lið gr. 17.2. er heimilt að skjóta úrskurði aga- og úrskurðarnefndar um þriggja leikja bann eða þyngri refsingu til áfrýjunardómstóls.

Í greinargerð áfrýjanda fyrir áfrýjunardómstóli er gerð krafa um að leikbann Ibrahima Balde verði stytt niður í einn leik og til vara gerð sú krafa að aga- og úrskurðarnefnd rökstyðji hvaða ástæður liggi að baki lengd leikbanns. Áfrýjandi gerir ekki athugasemd við skýrslu dómara í greinargerð sinni heldur aðeins að lengd leikbannsins. Áfrýjandi vísar til þess að leikmaður hafi ekki mótmælt dómnum eða sýnt af sér neina ósæmilega framkomu við aðra leikmenn eða dómara leiksins í kjölfar þess að hafa fengið rautt spjald. Jafnframt er vísað til þess að leikbannið sé langt í ljósi þess hversu fáir leikir séu spilaðir í Lengjubikarnum.

Að lokum gerir áfrýjandi athugasemdir við það að aga- og úrskurðarnefnd hafi ekki skoðað atvikið nánar, óskað eftir frekari skýringum frá dómurum leiksins eða óskað eftir myndbandsupptöku áður en leikmaður var úrskurðaður í leikbann.

Málsástæður áfrýjanda snúast fyrst og fremst að lengd leikbannsins sem um ræðir en atvikum er að öðru leyti ekki mótmælt.

Samkvæmt gr. 6.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar aga- og úrskurðarnefnd um þau atriði sem koma fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir því að aðilar hafi heimild til þess að gera skriflega athugasemd við brottvísun/athugasemd sem á í hlut hverju sinni og eftir atvikum leggja fram önnur gögn, sbr. gr. 6.4. Þá kemur fram í gr. 6.5 framangreindrar reglugerðar að skýrsla dómara og/eða eftirlitsmanns skuli lögð til grundvallar niðurstöðu í agamálum en ef vafi leiki á atvikum sé m.a. heimilt að styðjast við myndbandsupptökur við ákvörðun viðurlaga. Af framangreindu leiðir að meginreglan sé sú að styðjast við skýrslu dómara. Af gögnum málsins verður ráðið að knattspyrnudeild Þórs hafi verið gefinn kostur á að skila inn athugasemdum en ekki nýtt sér þann rétt er hinn áfrýjaði úrskurður var kveðinn upp.

Dómurinn hefur yfirfarið öll fyrirliggjandi gögn málsins, þ.m.t. myndband af atvikinu sem barst frá áfrýjanda. Óumdeilt er að Ibrahima Balde fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri. Dómurinn telur ljóst að framangreind háttsemi feli í sér ofsalega framkomu sem réttlæti þyngingu leikbanns samkvæmt gr. 13.1.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Þá er brotið þess eðlis að dómurinn telur ekki ástæðu til að stytta leikbann Ibrahima Balde. Með vísan til framangreinds er hinn áfrýjaði úrskurður aga- og úrskurðarnefndar um þriggja leikja bann frá 4. mars. sl. staðfestur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf 72 mörk til viðbótar

Þarf 72 mörk til viðbótar
433Sport
Í gær

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum