Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool verður ekki með liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudag.
Liðið mætir þá Newcastle á Wembley en Trent meiddist í vikunni.
Trent meiddist í Meistaradeildinni þegar Liverpool féll úr leik í 16 liða úrslitum gegn PSG.
„Við búumst við því að hann komi aftur áður en tímabilið er á enda,“ sagði Arne Slot á fréttamannafundi í dag.
Ljóst er að þetta er reiðarslag fyrir Liverpool en Trent hefur verið frábær síðustu vikur.
🚨❌ Trent Alexander-Arnold will miss the Carabao Cup final against Newcastle due to injury, Arne Slot confirms.
“We do expect him back by the end of the season”, he added. pic.twitter.com/ZdAyqUraua
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2025