fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. mars 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þess efnis að systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla. Það er með hliðsjón af nálægð leikskólans við lögheimili þeirra.

Dagbjört Hákonardóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem fjallar um breytingu á lögum um leikskóla. Á meðal annarra flutningsmanna eru Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Það er að við 1. málsgrein 26. greinar myndi bætast nýr svohljóðandi málsliður:

„Sveitarstjórn er heimilt að haga innritun með tilliti til þess að systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla, sem og með hliðsjón af nálægð leikskóla við lögheimili barna.“

Ekki beitt í Reykjavík síðan 2008

Í greinargerð með frumvarpinu segir að víða um land þekkist það fyrirkomulag að hliðrað sé til við innritun í leikskólum í sveitarfélögum í því skyni að gera systkinum kleift að sækja sama leikskóla þegar þau yngri hafa náð leikskólaaldri. Yngri börnin njóti þá forgangs til leikskóladvalar við sama leikskóla og eldri systkini hafa vistun á.

„Ekki ríkir sátt um hvort framkvæmd þessi teljist lögmæt og hefur því verið haldið fram að reglan um systkinaforgang gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, enda gengju yngri börn framar eldri börnum eða börnum í sama árgangi sem ekki ættu eldri systkini í viðkomandi leikskóla,“ segir í greinargerðinni.

Af þessum sökum hafi systkinaforgangi ekki verið beitt innan Reykjavíkurborgar síðan árið 2008. Það er í kjölfar álits embættis borgarlögmanns þar um. Til þess að taka af allan vafa um lögmæti ákvarðana sveitarfélaga í þágu systkinaforgangs þurfi lagaheimildar að njóta við í samræmi við lagaáskilnaðarreglu stjórnsýsluréttar.

Hagsmunir barna eða foreldra?

„Því hefur verið haldið fram að reglan um systkinaforgang hafi fyrst og fremst verið til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra en ekki barna, enda komi systkinaforgangur niður á börnum sem ekki eiga eldra systkini,“ segir í greinargerðinni. „Reynslan hefur þó sýnt að óbreytt fyrirkomulag kemur óumdeilanlega niður á barnafjölskyldum í Reykjavík þar sem eru fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Samvera systkina á sama leikskóla felur í sér dýrmæta og mikilvæga upplifun barna á fyrsta skólastiginu þegar hún er möguleg, og sveitarfélögum á að vera gert kleift að gera ráðstafanir til að koma af fremsta megni í veg fyrir að fjölskyldur þurfi að fara hverfa á milli til að sækja leikskóla með tilheyrandi álagi á umferð.“

Telja þingmennirnir að lögfesting heimilda sveitarfélaga til að haga innritun á leikskóla með hliðsjón af framangreindu sé til þess fallin að stuðla að aukinni vellíðan barna og fjölskyldna þeirra. Einnig að það hafi með sér jákvæð áhrif á umhverfið og félagslega samþættingu innan hverfa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík

Verðmætt skuldabréf týndist í Grindavík
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?