fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. mars 2025 12:30

Reglur eru reglur. Mynd/Bílastæðasjóður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður í Reykjavík fékk 10 þúsund króna sekt fyrir að leggja bíl sínum á móti akstursstefnu. Fannst honum það blóðugt og sakar Bílastæðasjóð um peningaplokk af fólki sem vill aðeins leggja bílum sínum. Netverjar eru flestir ósammála honum og telja sektirnar góða leið til að fá fólk til að fylgja reglunum.

„Ég lagði bílnum mínum á móti akstursstefnu og fékk þar með 10þ kr sekt. Veit einhver hver ástæðan er fyrir því að svona er sektað? Er þetta bara svo ríkið geti tekið meiri pening af fólki sem vil bara leggja bílnum sínum?“ segir ökumaðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit. „Ég skil það er vegna þess að þá er öruggara að keyra úr stæðinu aftur í umferð, en er það virkilega eina ástæðan? Þetta er svo bilaðslega hátt gjald.“

Ólöglegt og hættulegt

Í athugasemdum er honum bent á að til að sleppa við svona sektir er best að leggja ekki á móti akstursstefnu. Það sé bannað með lögum og hættulegt. En þegar ökumaður tekur af stað í veg fyrir umferð er sjónsvið hans skert gagnvart aðsteðjandi umferð.

„Þú fékkst sekt af því að þetta er bannað. Þetta er ekki peningaplokk og Bílastæðasjóður er ekki blóðsugur. Þetta er ekki gjald, heldur sekt, sem er refsing fyrir að gera eitthvað sem er bannað,“ segir einn.

Annar bendir á að 10 þúsund krónur sé nú með því lægstu sektum sem fyrir finnast. Og enn annar á að þetta sé ódýrasta leiðin til þess að skilyrða rétta umferðarhegðun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Í gær

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“