fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Fórnarlömb skotárásarinnar í Columbine eru nú 14

Pressan
Föstudaginn 14. mars 2025 09:50

Anne Marie Hochhalter lést í febrúarmánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi látinna í skotárásinni í Columbine í Colorado í Bandaríkjunum þann 20. apríl árið 1999 hefur nú verið uppfærður í 14 eftir að hafa verið 13 í rúman aldarfjórðung.

Í febrúar síðastliðnum lést Anne Marie Hochhalter sem lamaðist eftir að hún var skotin í bakið í árásinni. Anne lést í kjölfar blóðeitrunar og hefur dánardómstjóri nú úrskurðað að um hafi verið að ræða fylgikvilla skotárásarinnar á sínum tíma.

„Dánarorsökin flokkast sem morð,“ segir í niðurstöðunni samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Anne Marie var 43 ára þegar hún lést en hún þurfti að notast við hjólastól eftir árásina. Hún var í hópi þeirra 24 sem slösuðust í skotárás þeirra Eric David Harris og Dylan Bennet Klebold. Báðir sviptu þeir sig lífi eftir ódæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan