Í febrúar síðastliðnum lést Anne Marie Hochhalter sem lamaðist eftir að hún var skotin í bakið í árásinni. Anne lést í kjölfar blóðeitrunar og hefur dánardómstjóri nú úrskurðað að um hafi verið að ræða fylgikvilla skotárásarinnar á sínum tíma.
„Dánarorsökin flokkast sem morð,“ segir í niðurstöðunni samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.
Anne Marie var 43 ára þegar hún lést en hún þurfti að notast við hjólastól eftir árásina. Hún var í hópi þeirra 24 sem slösuðust í skotárás þeirra Eric David Harris og Dylan Bennet Klebold. Báðir sviptu þeir sig lífi eftir ódæðið.