En nú greina notendur lyfjanna frá óvæntum áhrifum þeirra á ástarlífið. Samkvæmt nýrri könnum frá ZipHealth, sem ræddi við þúsund manns á Ozempic, Mounjaro eða svipuðum lyfjum, lentu einn af hverjum fimm í því að fyrrverandi maki hafði samband og vildi kveikja neistann á ný.
Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri til að fá skilaboð frá fyrrverandi kærasta en karlar frá fyrrverandi kærustum.
Um 25 prósent þátttakenda sögðu einnig að þeir væru að fá meiri athygli á stefnumótaforritum en áður, en líka óumbeðin skilaboð, svo athyglin er ekki endilega bara jákvæð.
Tæplega helmingur þátttakenda sagðist trúa því að þessi lyf hafi gefið þeim „annað tækifæri“ í ástarlífinu. Lyfin hafi hjálpað þeim með meira en bara að léttast, þetta hjálpaði þeim líka að vinna gegn skömm og kvíða. Sjálfsöryggi jókst og eru konur, samkvæmt niðurstöðum, tólf prósent líklegri til að upplifa þetta aukna öryggi. Og það átti einnig við öryggi í svefnherberginu og sagði um helmingur þátttakenda að þeir væru ævintýragjarnari og meira til í tuskið eftir að hafa byrjað á lyfinu og lést í kjölfarið.
Aðrar áhugaverðar niðurstöður komu fram, tíu prósent þátttakenda sögðu að makar þeirra hafi orðið afbrýðisamir eða óöryggir þegar þeir byrjuðu að léttast.
En boða þessar niðurstöður endilega jákvæða breytingu, spyrja sumir. Þrír af hverjum fimm sögðu að þeim finnast þeir þurfa að halda aukakílóunum í burtu af ótta við að tapa þessari nýfundnu athygli, þessi hræðsla var sérstaklega sterk hjá konum.