fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 09:30

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi ekki gera það sjálfur. Ég held að það að vera formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé ekki næturvinna, ég held það sé dagvinna, þannig að það er spurning hvernig þetta kemst allt fyrir. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að borgarstjórastarfið sé þess eðlis að þú verðir að sinna því af allri þinni starfsorku og þú getir ekki gert neitt annað á meðan. Það er bara svo einfalt. Ef þú ert að gera eitthvað annað þá ertu bara að vanrækja báða starfsstaði.“

Þetta segir Einar Þorsteinsson fyrrum borgarstjóri í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins þegar talið berst að núverandi borgarstjóra, Heiðu Björg Hilmarsdóttur, launakjörum borgarstjóra og því að Heiða sinnir tveimur störfum, starfi borgarstjóra og starfi formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Einar sem gegndi starfinu í ár segir fólk geta haft skoðun á launum borgarstjóra. Bendir hann á að launakjör borgarstjóra séu hönnuð til að tryggja að engin þörf sé á að sinna öðru starfi samhliða því vinnuálagið sé slíkt að í raun sé það útilokað ætli aðilinn að sinna því vel.

„Mín reynsla af því að vera borgarstjóri er að ef maður ætlar að gera það vel, þá er maður að vinna gríðarlega mikið. Borgarstjórinn er að vinna nánast allar helgar eitthvað. Ég var mættur alltaf fyrstur og farinn síðastur. Þú hefur bara ákveðinn tíma til þess að ná árangri, kjörtímabilið er takmarkað. Þetta eru mál sem taka langan tíma, ef þú ætlar að breyta svona stórum kerfum og ná árangri með stóra og þunga málaflokka þá þarftu að nýta hverja einustu mínútu til að vinna að því. Og þá geturðu gert mikið. En að vera í einhverju 50% starfi við hliðina á borgarstjórastarfinu ég myndi ekki mæla með því.“

Sjá einnig: Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Aðspurður segist Einar hafa verið með bílstjóra. Í ráðningarsamningi komi fram að borgarstjóri hafi aðgang að embættisbifreið og bílstjóra, sem nái undan um ferðir sem farnar eru á vegum borgarstjórnar.

„Maður situr stundum á fundum í 4-5 tíma. Þá er náttúrlega bílstjórinn að sendast með alls konar skjöl fyrir borgina, hann er á fullu sem sendill fyrir borgina. Fundardagskrá borgarstjóra liggur fyrir að mestu leyti, nema eitthvað óvænt komi upp á. Hann skutlar mér á fundi út í borg. Það er mjög gagnlegt af því dagskráin er mjög þétt,“ segir Einar og bætir við að dagskráin sé jafnvel þéttari en dagskrá ráðherranna.

Rifjar upp frásögn Öldu Karenar

Kidda spyr hvað hafi valdið því að Einar öskraði á Öldu Karen í Kastljósi í byrjun árs 2019, sem er atvik sem Alda segir að hafi átt sér stað eftir þáttinn. Þátturinn vakti mikla athygli í byrjun árs 2019.

Sjá einnig: Engin miskunn á Twitter vegna Öldu Karenar í Kastljósi:„Ég er bara ung kona að deila því sem ég læri“

„Í fyrsta lagi ég öskra aldrei, þannig að þetta er í fyrsta lagi ekki satt. Það er svo sérstakt að hún ákvað að halda þessu fram. Hún segir að þetta sé eftir viðtal sem ég tók við hana. Á þessum stað voru tvær sminkur og ein sem var í viðtali líka og enginn þeirra staðfestir þetta. Henni leið eitthvað illa eftir viðtalið, hún hafði farið í Hörpu og að tala hálfpartinn gegn notkun geðlyfja.
Þarna voru ungmenni að glíma við sjálfvígshugsanir og svoleiðis og hún mætir þarna sem einhver leikmaður, ekki sálfræðingur og ekki geðlæknir og er að tala gegn þessu. Ég nálgast málið sem fjölmiðlamaður á þann hátt að fá hana og sálfræðing og lét þær bara takast á um þetta mál. Hvort það væri skynsamlegt að hún væri að selja miða á fimmþúsund kall í Hörpu og fylla hana og tala með kannski ekki nógu djúpri þekkingu á geðheilbrigðismálum til að hafa áhrif á börn í viðkvæmri stöðu. Henni fannst hún greinilega vera komin upp að vegg. Ég viðurkenni að ég var örugglega gagnrýninn í þessu viðtali. Þegar ég fór í framboð setti hún þetta einhvers staðar til að koma höggi á mig greinilega. Gott og vel að það hafði engin áhrif.“

Segir Einar að sig minni að Hafrún Kristjánsdóttir sem var viðstödd orðaskiptin hafi sagt opinberlega að þetta væri bara hugarburður og vitleysa í Öldu Karen.

„Ef ég verð reiður lækka ég yfirleitt röddina frekar en hækka hana. Um leið og þú byrjar að æsa þig of mikið. Þetta kannski háir manni í pólítík af því mér finnst ekkert gaman að stjórnmálamönnum sem standa í pontu, öskrandi og ausandi einhverjum svívirðingum yfir aðra. Það er bara ekki mín pólitík. Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“

Ósáttur við taktík kosningateymis Höllu í formannskjöri – „Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún: Stefnubreyting Bandaríkjaforseta útpæld – ekki bara ætluð til heimabrúks í innanlandspólitík vestan hafs

Þórdís Kolbrún: Stefnubreyting Bandaríkjaforseta útpæld – ekki bara ætluð til heimabrúks í innanlandspólitík vestan hafs