Patrick Dorgu, bakvörður Manchester United bað dómara leiksins gegn Real Sociedad í gær að dæma ekki vítaspyrnu sem hann átti að fá.
United var 2-1 yfir í leiknum þegar góður dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu þegar Dorgu féll í teignum.
Á meðan VAR fór yfir atvikið fór Dorgu til dómarans og sagði honum að dæma ekki víti á Hamari Traore.
Dorgu er tvítugur vinstri bakvörður sem United keypti frá Lecce á Ítalíu í janúar.
„Ég er stoltur af honum, kannski hefðu viðbrögðin mín ekki orðið þau sömu ef við hefðum verið að tapa,“ sagði Ruben Amorim stjóri United.
United vann 4-1 sigur í gær og flaug áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.
🚨🗣 – Ruben Amorim on Patrick Dorgu telling the referee that it wasn't a penalty:
"It's a good thing. I'm proud of him, but I don't know if I'd say the same if the score was different.
"A good performance from him. He got stronger during the match." pic.twitter.com/G6tVbeFAhf
— UF (@UtdFaithfuls) March 13, 2025