fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segir að Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins, hafi hundsað ábendingar frá honum vegna Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda og formanns framkvæmdastjórnar flokksins.

Trausti steig fram í gær á Facebook-síðu flokksins þar sem hann greindi frá því að framkoma Gunnars Smára hefði haft áhrif á þá ákvörðun hans að segja af sér sem borgarfulltrúi flokksins í september í fyrra. Áður hafði komið fram að hann hefði glímt við erfið veikindi og þyrfti að setja heilsuna í forgang.

Segir hann ítrekað hafa skipt sér af

Í pistli sínum, sem DV fjallaði um í gær, sagði hann meðal annars:

„Gunnar Smári var ítrekað að skipta sér af mínum störfum og Sönnu. Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík – mál sem ég barðist sérstaklega gegn af persónuverndarástæðum. Það leiddi meðal annars til þess að meirihlutinn þurfti að draga tillögurnar í land og gera úrbætur. Hann setti líka út á að við værum að berjast gegn einkavæðingu ljósleiðarans. Það væri „veikt“.“

Sjá einnig: Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Trausti nefndi fleiri atriði í færslu sinni, til dæmis óraunhæfar kröfur og endalausa pressu. „Álagið var mjög mikið. Ég var harðduglegur og var líka að búa til þætti með Sönnu. Á mínum tíma sem borgarfulltrúi lagði ég um 3 milljónir króna af launum mínum til Vorstjörnunnar, samtaka sem eiga að styðja við hagsmunabaráttu almennings. Ég upplifði aldrei neinn stuðning eða þakklæti frá formanninum – heldur var krafan alltaf sú að maður þyrfti að gera meira.”

„Ég kannast ekki við þau“

Sanna Magdalena Mörtudóttir tjáði sig undir færslu Trausta þar sem hún sagði meðal annars:

„Þetta er ekki gott að lesa. Hvaða skilaboð eru þetta? Ég kannast ekki við þau: „Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík“. Man að þú og ég töluðum rosalega mikið um þetta á vettvangi borgarinnar.”

Segir Sönnu hafa hundsað ábendingarnar

Trausti svaraði því til að hann hefði sagt henni hvernig framkoma hans væri.

„Ekki í jafnmiklum smáatriðum og hér, en ég lét þig vita að framkoma hans væri fráhrindandi. Þetta var nokkrum vikum áður en ég ákvað að biðjast lausnar úr borgarstjórn. Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja þá. Og það er tilfinning fleira fólks sem hefur sagt þér frá einelti sem það hefur orðið fyrir. Eins og þú hundsir ábendingarnar, segir kannski að þetta sé nú leiðinlegt, en stendur samt áfram með honum. Það sárnar mér. Varðandi skilaboðin, þá hef ég ekki áhuga á því að grafa þau sérstaklega upp. Ég man að hann sagði þetta og talaði um þetta. Fleiri félagar geta staðfest að hann talaði um þetta við þá líka. Að hann vildi ekki að við værum að pæla í þessu máli,“ segir Trausti.

Sanna hefur ekki svarað þessum orðum Trausta en Sæþór Benjamín Randalsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn flokksins, þar sem Gunnar Smári er formaður, tekur undir orð Trausta. Beinir hann orðum sínum til Sönnu og segir: „Ég minnist þess að Trausti trúði mér oft á sínum tíma sem borgarfulltrúi um einmitt þetta mál. Mér finnst þessi vitnisburður trúverðugur því ég man eftir neyð hans á þeim tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Í gær

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“