Á furðulegan hátt voru tveir aðilar í enska boltanum orðaðir við það að hafa tengst Epstein eyjunni þar sem Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fólki.
Epstein sem tók eigið líf í fangelsi hafði brotið á ungum stúlkum kynferðislega um langt skeið.
Fyrir nokkrum árum fór í umferð listi með nöfnum þar sem Mikel Arteta þjálfari Arsenal og Callum Hudson-Odoi kantmaður Nottingham Forest voru á blaði.
Voru þeir sagðir hafa heimsótt Epstein eyjuna þar sem þessi fyrrum níðingur átti sumarhús. Fjallað er um málið í nýju hlaðvarpi Upshot.
Kantmaður Nottingham sendi frá sér yfirlýsingu og lét vita að hann hefði bara verið ungur drengur á þeim tíma sem Epstein var á eyjunni og hann hefði ekki komið nálægt þessu.
Síðar kom í ljós að þessir frægu einstaklingar sem voru á listanum höfðu fengið COVID-19 flensuna en ekki heimsótt Epstein eyjuna en eyjan hefur verið uppnefnd Svalleyjan, Barnaníðseyjan og Eyja syndanna.
Last year, Mikel Arteta and Callum Hudson-Odoi were accused of being in Jeffery Epstein’s little black book… pic.twitter.com/TM5ArbNrYW
— The Upshot (@UpshotTowers) March 13, 2025