fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Eyjan
Föstudaginn 14. mars 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan stríð geysa, fjármálamarkaðir hrasa eins og drukkið fólk á knæpum og Donald Trump heldur heiminum á tánum með óskiljanlegum X-færslum, gerðust hlutir í heiminum sem enginn tók eftir – nema kannski ég, sem hafði of mikinn tíma í vikunni sem leið. Tunglið var til dæmis fullt í gær, en tók einhver eftir því nema Gulli stjarna og ég? Blóðtungl var það, gott fólk! Himinhvolfin eru alltaf með’etta!

Í Bretlandi verpti hænan Gail eggi, svo stóru, að bændur klóra sér í hausnum og dýralæknar eru ráðþrota. Fæðingin tók fimm klukkutíma – Gail gargaði eins og óperusöngvari á amfetamíni – og inni í egginu leyndist hvorki meira né minna en annað egg! Einhver á X muldraði: „Gail fæddi Fabergé-egg á meðan ég barðist við að finna sokkana mína! Hér er hæna sem gerir lítið úr okkur öllum.“

Svissneskur embættismaður var sektaður fyrir að panta bleikar vatnsbyssur á netinu – já, bleikar! Af hverju? Enginn veit, en þetta er líklega steiktasti glæpurinn í Sviss síðan einhver dýfði brauði tvisvar í ostafondue og olli þjóðarhneyksli. Í landi þar sem klukkur og holur í ostum eru þjóðarstolt er þetta vatnsbyssumál sennilega alveg ný tegund af róandi diplómasíu.

Á Nýja-Sjálandi brá þremur sjómönnum heldur betur í brún þegar 400 kílóa háhyrningur féll af himnum ofan í bátinn þeirra – eða því sem næst. Þeir ætluðu að veiða sér til matar og slappa af, en í staðinn upplifðu þeir loftárás frá 11 feta skepnu „Báturinn er ónýtur, en við lifðum,“ sögðu þeir og pöntuðu sér hamborgara.

Í Flórída át krókódíll dróna eins og hann væri að gúffa í sig langloku um borð í Icelandair. Gaurinn var að ljósmynda eitthvert fen í mesta sakleysi þegar skepnan stökk upp eins og Ólympíumeistari og gleypti flygildið í einum bita.

X fagnaði: „Krókódíllinn vann – núll fyrir tækninni en 10 fær náttúran!“ Flórída heldur áfram að vera framhaldsþáttur án handritshöfundar.

Í Kína reynir fólk um þessar mundir að verða moldríkt – í bókstaflegri merkingu. Fólk grefur upp jarðveg í grennd við bankastofnanir, sannfært um að „bankamold“ sé töfralausn á fjárhagsvanda þeirra. Netverslanir selja moldarpoka fyrir 120 dollara og blómapottar við bankastofnanir eru rændir í furðulegasta umsátri allra tíma.

„Bankarán eru úti, moldarþjófnaður er inni,“ hlær X. Garðyrkjumenn og landslagsarkitektar eru hins vegar að drukkna í vinnu – þökk sé þessu jarðneska rugli.

En fáránlegasta fréttin? Sem margir hljóta að hafa tekið eftir og klórað sér i kollinum yfir því Evrópusambandið ætlar að blása 800 milljörðum evra í vopnakaup!

„EndurVopnvæðum Evrópu“ – á meðan 94,6 milljónir Evrópubúa geta varla keypt nauðþurftir!

Hvað varð um hina friðsælu manneskjulegu Evrópu? Verðbólgan bítur almenning og matvara hækkar enn, en EU finnur samt milljarða fyrir hervæðingu álfunnar?

„Við erum fátæk, en vel vopnuð,“ gantast X.

Hér heima er matvöruokrið þó enn verra. Kannski getur Evrópusambandið sent okkur smá púður út á grautinn?

Við skulum biðja – heiminum stýra snarruglaðir snillingar og hænan Gail er því okkar bjartasta von!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
EyjanFastir pennar
12.02.2025

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
09.02.2025

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
02.02.2025

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
EyjanFastir pennar
01.02.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti