Hún hefur nú tekið einarða afstöðu gegn Trump og stefnu hans varðandi Evrópu og sömu tóna má nú heyra frá fleiri leiðtogum evrópskra hægri manna og kjósenda þeirra.
Eftir að Trump ákvað að stöðva sendingar hergagna til Úkraínu sagði Le Pen við dagblaðið Le Figaro: „hrottaskapur þessarar ákvörðunar er vítaverður“.
„Þetta er hræðilegt fyrir úkraínska hermenn sem taka þátt í vörnum ættjarðarinnar,“ sagði hún og bætti við að það væri einnig stórt vandamál að Bandaríkin séu hætt að láta Úkraínumönnum leyniþjónustuupplýsingar og tækni í té.
Le Pen er þekkt fyrir að íhuga vandlega pólitískar stefnubreytingar og ummæli og segir Le Figaro að hér séu um mikla breytingu að ræða hjá henni varðandi Bandaríkin og sérstaklega hvað varðar aðferðir Donald Trump.
Le Pen og evrópskir vinir hennar, sem tilheyra einnig öfgahægrinu, eru þekkt fyrir jákvæð viðhorf í garð Rússlands og hafa gagnrýnt hernaðarstuðning Evrópu við Úkraínu og hafa dásamað kosningu Trump sem forseta Bandaríkjanna.
Le Pen hefur átt marga fundi með Vladímír Pútín í gegnum árin og hefur fengið peninga að láni hjá rússneskum bönkum til að fjármagna kosningabaráttu heima fyrir.
Stríðið í Úkraínu hefur að vissu leyti verið ákveðið vandamál fyrir fyrir Le Pen og flokk hennar. Í kosningabaráttunni síðast sumar sagðist flokkurinn vilja stöðva afhendingar á langdrægum frönskum flugskeytum til Úkraínu og koma í veg fyrir aðild Úkraínu að ESB og NATÓ.
Ef litið er á annan þekktan leiðtoga evrópskra öfgahægrimanna, Nigel Farage í Bretlandi, þá hefur hann snúist gegn bandarískum vinum sínum síðustu daga. Ný skoðanakönnun YouGov sýndi að mikil breyting hefur orðið meðal kjósenda Farage hvað varðar viðhorf þeirra til Trump. Vinsældir hans voru 38% prósentustig þegar mest var en eru nú komnar í mínus 8 prósentustig.