Fólkið var að við stjörnuskoðun í Koppal í suðurhluta Karnataka á Indlandi þegar þetta gerðist. Lögreglan segir að eftir að þremenningarnir á mótorhjólinu höfðu krafið fólkið um peninga, hafi komið til deilna á milli þeirra og stjörnuskoðunarhópsins. Þetta endaði með að þremenningarnir hrintu karlmönnum þremur ofan í áveituskurð og nauðguðu síðan konunum.
Annar indversku mannanna drukknaði en Bandaríkjamanninum og hinum Indverjanum tókst að synda í land.
Konurnar eru frá Ísrael og Indlandi. Sú ísraelska var á ferðalagi um Indland og gisti heima hjá þeirri indversku.
Tveir af þremenningunum hafa verið handteknir og eiga yfir höfði sér ákæru fyrir morðtilraun, hópnauðgun og rán.