Arsenal og Liverpool munu ekki fá Joshua Kimmich en bæði félög höfðu sýnt þýska landsliðsmanninum áhuga.
Kimmich sem er á mála hjá FC Bayern gerði nýjan samning við félagið í gær.
Kimmich var að verða samningslaus og hafði verið sterklega orðaður við bæði þessi ensku félög.
Kimmich hafði ekki náð saman við Bayern en þýska félagið ákvað að hækka tilboð sitt sem Kimmich samþykkt.
Kimmich er virkilega öflugur miðjumaður en Barcelona og PSG höfðu einnig sýnt honum áhuga.