Andrea Berta nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal ætlar sér að styrkja miðsvæði félagsins í sumar ef marka má fréttir.
AS á Spáni segir að Berta vilji rífa upp veskið og kaupa tvo miðjumenn í sumar.
Um er að ræða þá Bruno Guimares hjá Newcastle en landsliðsmaður Brasilíu hefur spilað vel í vetur.
Svo er það Martin Zubimendi hjá Real Sociedad sem er á blaði hjá mörgum félögum.
Zubimendi hafnaði Liverpool síðasta sumar en er sagður vilja skoða það í sumar að færa sig um set.