Arsenal og Chelsea eru bæði á höttunum eftir framherja fyrir sumarið og horfa félögin til Ítalíu meðal annars.
Samkvæmt Calciomercato er Mateo Retegui á blaði hjá ensku liðunum, en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Atalanta á þessari leiktíð. Er hann kominn með 25 mörk í Serie A og Meistaradeildinni.
Retegui gekk í raðir Atalanta síðasta sumar frá Genoa á um 20 milljónir punda. Arsenal og Chelsea, eða það félag sem ætlar sér að kaupa hann, þarf allaveg að tvöfalda þá upphæð í sumar.