Sir Jim Ratcliffe stjórnandi Manchester United hefur boðað launalækkanir hjá leikmönnum Manchester United, félagið muni ekki borga ofurlaun lengur.
United hefur síðustu ár verið að borga Casemiro, Marcus Rashford og Jadon Sancho verulega góð laun.
Félagið vill samkvæmt enskum blöðum lækka þennan kostnað hressilega og borga mönnum góð laun en ekki þessi ofurlaun sem hafa verið í boði.
Félagið vill svo að leikmenn fái verulega bónusa ef United gengur vel og þannig gætu þeir komist í sömu laun og áður með góðu gengi.
Þetta gæti haft áhrif á þá leikmenn sem vilja koma til Untied þegar ekki er öruggt að leikmenn verði á meðal þeirra launahæstu í heimi.
Ratcliffe er að taka hressilega til í rekstri United en félagið hefur tapað mikið af peningum síðustu ár.