fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?

Fókus
Fimmtudaginn 13. mars 2025 12:30

Hjónin árið 1986. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá harmleikur átti sér stað að leikarinn Gene Hackman, eiginkona hans og hundur, létust öll með stuttu millibili. Leikarinn glímdi við heilabilun og hafði eiginkona hans, Betsy Arakawa, verið umönnunaraðili hans undanfarin ár. Arakawa lést í kringum 11. febrúar út af sjaldgæfri veirusýkingu. Þar með stóð leikarinn eftir einn og gat ekki séð um sig sjálfur. Hann lést um viku síðar, líklega út af hjartabilun. Einn hundur þeirra hafði verið lokaður í búri þegar þessi harmleikur hófst og lést úr ofþornun eða hungri.

Á tímum upplýsingaóreiðu og samfélagsmiðla eiga rætnar sögusagnir til með að fara á flug eftir harmleik sem þennan. Frekar galin samsæriskenning er nú farin á flug um Hackman á miðlum á borð við TikTok, X og Threads. Sagan hefur verið rakin til myndbands sem birtist á YouTube-rás sem kallast The Ultimate Discovery. Sagan komst á svo mikið flug að lesendur staðreyndavaktarinnar Snopes báðu miðilinn að komast til botns í málinu.

Sagan segir að alríkislögreglan FBI sé nú að rannsaka leynigöng sem fundust undir heimili leikarans í Santa Fe. Þarna í göngunum hafi fundist hundruð líka eða allt að 701. Snopes rekur að The Ultimate Discovery titli sig sem áreiðanlega uppsprettu skemmtiefnis. Engu að síður sé rásin fyrst og fremst að birta ýkju- og flökkusögur. Téðu myndbandi sé lýst með eftirfarandi hætti:

„Þegar FBI kom inn á 560 milljarða heimili goðsagnarinnar Gene Hackman bjuggust lögreglumenn við hefðbundinni vettvangsskoðun – það sem þeir fundu hefur nú sett Hollywood á hliðina. Falin undir lúxusheimilinu voru dularfull leynigöng. En þarna urðu atvik skuggalegri – Hackman og eiginkona hans fundust látin. Var þetta harmleikur eða voru brögð í tafli? Hvaða leyndarmál földu göngin og hver vildi leyna þeim til frambúðar? Kafið með okkur ofan í þessa hrollvekjandi ráðgátu til að afhjúpa eitt af svakalegri sakamálum Hollywood.“

Rásin tók þó fram í að myndbandið væri til dægrastyttingar og að byggt væri á staðreyndum, slúðri og skáldskap, svo áhorfendur ættu ekki að taka myndbandinu bókstaflega.

Snopes segir ekkert hæft í þessari sögu. Enginn áreiðanlegur fjölmiðill hafi fjallað um þessi meintu leynigöng, en líklegast hefði það verið stórfrétt frá öllum fjölmiðlum ef hundruð líka fundust undir heimili leikarans. Þar með metur Snopes að sagan sé uppspuni en hefur engu að síður óskað eftir formlegri staðfestingu þess efnis frá alríkislögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Gellufrí, sveittir kroppar og djammandi mömmur

Vikan á Instagram – Gellufrí, sveittir kroppar og djammandi mömmur