Það má líklega segja um annan þeirra tveggja hunda sem voru lifandi þegar viðbragðsaðilar komu að heimili Gene Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa, sem fundust látin á dögunum.
Hackman-hjónin áttu þrjá hunda, Bear, Nikita og Zinna sem fannst dáin í búri sínu.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hittu þeir fyrir Bear og Nikita og segir Bryan Montana, slökkviliðsstjóri í Santa Fe, að annar þeirra hafi sýnt nokkuð magnaða hegðun.
Í frétt USA Today kemur fram að viðbragðsaðilar, lögregla og sjúkralið, hafi verið búnir að vera á staðnum í drykklanga stund þegar annar hundanna byrjaði að gelta á þá og hlaupa svo yfir í hinn enda hússins. Héldu viðbragðsaðilar að hundurinn vildi leika.
„Þeir áttuðu sig síðan á því að hann var í raun að reyna að segja: „Hey, komið hingað! Komið hingað!“,“ segir Montana. Þegar viðbragðsaðilar eltu hundinn fundu þeir einmitt lík Hackmans sem hafði látist nokkrum dögum fyrr. Lík Betsy fannst einnig í húsinu og er talið að hún hafi verið látin í hartnær hálfan mánuð áður en hún fannst.
Sjá einnig: Síðustu dagar Gene Hackman