Paul Gascoigne er einn litríkasti karakter sem enskur fótbolti hefur séð en lífið hefur oft reynst honum erfitt.
Gascoigne hefur verið í vandræðum með bakkus og oft orðið á í lífinu.
Á ferli sínum hafnaði hann því að ganga í raðir Manchester United þegar Sir Alex Ferguson var stjóri liðsins.
Þetta var árið 1988 en hann valdi Tottenham frekar en United því þeir borguðu fyrir hús sem foreldrar hans fengu.
Í hlaðvarpi á dögunum var Gascoigne spurður að því hvort lífið utan vallar hefði orðið öðruvísi ef hann hefði valið United.
„Fólk er alltaf að segja hvort hann hefði haldið aga á mér, Eric Cantona tók tæklingu í háls á stuðningsmanni,“ sagði Gazza þá og svo komu sprengjurnar.
„Wayne Rooney sængaði hjá ömmu og Ryan Giggs hélt í við konu bróður sín,“ sagði Gazza og þeir Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards áttu varla til orð.
@therestisfootball1Fair to say Gazza probably would’ve fit right in a♬ nhạc nền – The Rest Is Football