fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa

Eyjan
Föstudaginn 14. mars 2025 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að taka sama kílómetragjald af 1.000 kílóa smábíl og 3,5 tonna ofurjeppa, eins og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi stjórnarfrumvarpi, er ósanngjarnt, auk þess sem það gengur gegn loftslagsmarkmiðum stjórnvalda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur aðferðafræðina sem notuð er í frumvarpinu ranga, m.a. vegna þess að það nái í raun einvörðungu til þess sem nú er innheimt með olíu- og bensíngjöldum. Þá sé ætlaður allt of skammur tími til innleiðingar. Runólfur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Runolfur 1
play-sharp-fill

Eyjan - Runolfur 1

„Það veldur vonbrigðum að þetta er nánast sama frumvarp og Sigurður Ingi flutti á haustþingi áður en þing hætti fyrir kosningar. Við bentum á þá að það væri allt of skammur tími til stefnu. Nú gera menn ráð fyrir að þetta taki mögulega gildi 1. júlí nk.,“ segeir Runólfur.

Hann tekur fram að FÍB sé hlynnt hugmyndinni um kílómetragjald. Því sé meðal annars ætlað til þess að gjaldtaka nái líka til þeirra sem keyra um á rafbílum þannig að ákveðið jafnvægi ríki. „Við fórum meira að segja fram fyrir tveimur árum með kynningu á hugmynd félagsins varðandi svona gjald og vorum því aðeins á undan stjórnvöldum. Okkar útfærsla var aðeins viðameiri. Hún gerði ráð fyrir að það væri þyngd ökutækja annars vegar og hins vegar útlosun á koltvísýringi þannig að við tókum mið af umhverfisþættinum inn í útreikninginn. Við gerðum ráð fyrir að öll gjöld á bíla og ökutæki væru þarna inni, s.s. eins og bifreiðagjaldið og kolefnisgjaldið.“

Runólfur segir fyrirliggjandi stjórnarfrumvarp gera ráð fyrir að í raun verði eingöngu skipt út svokölluðum olíu- og bensíngjöldum. „Við teljum að það sé ekki rétt aðferðafræði í sjálfu sér. Hitt er að við gerum alvarlegar athugasemdir við það að enn sem fyrr sé gert ráð fyrir að það sé bara eitt gjald fyrir öll ökutæki upp að 3,5 tonnum og síðan taki við gjaldbreytingar á þúsund kílóa fresti upp í stóru bílana …“

Þetta er óeðlilegt …

„Þetta er mjög óeðlilegt. Rökin sem fjármálaráðuneytið hefur flutt fyrir því að þetta sé með þessum hætti eru að það séu óveruleg slit af léttari ökutækjum þannig að það sé varla mælanlegt hversu mikið 3,5 tonna bíll slítur miðað við 1.000 kílóa bíl, t.d. Það er í sjálfu sér ákveðin tenging við það vegna þess að þessi margfeldisregla varðandi niðurbrot vega er þannig að trukkarnir – þetta er í veldisvexti – einn trukkur er að slíta vegi á við 20 þúsund fólksbíla og þaðan af fleiri. Og þú þyrftir þá að setja þá upp í keilu og koma þeim á sama blett.“

Hann segir hins vegar ljóst að mikill munur sé á sliti af völdum 1.000 kílóa bíls og 3,5 kílóa bíls á nöglum. „Til dæmis hafa Norðmenn verið að kvarta undan því núna að vegir komi illa undan vetri og þeir tengja það m.a. mikilli rafbílavæðingu sem er orðin þar í landi og rafbílar eru almennt þyngri. Svo er það bara út frá jafnræðissjónarmiði að sá sem á ódýran 1.000 kílóa bíl sé ekki að borga sama gjald og einhver sem á 3,5 tonna ofurjeppa. Það bara segir sig sjálft að það er bara sanngirnisatriði. Þetta gengur líka gegn loftslagsmarkmiðum stjórnvalda.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður
Hide picture