fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. mars 2025 12:00

Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson er gestur vikunnar í Fókus.

Árni lifði og hrærðist í CrossFit-heiminum í rúmlega tólf ár. Hann æfði, keppti og þjálfaði en lífið breyttist fyrir nokkrum árum. Hann fór að huga meira að andlegri heilsu, fór til sálfræðings og fór að líta meira inn á við. Hann færði sig yfir í vaxtarrækt og er nú að undirbúa sig fyrir fyrsta mót sitt í vaxtarrækt.

Hann hefur lengi verið duglegur að deila lífi sínu á samfélagsmiðlum. Um tíma var það allt tengt CrossFit en eins og lífið breyttist, breyttist efnið sem hann deildi. Hann er óhræddur við að berskjalda sig, deila gleðistundum sem og erfiðum augnablikum, stíga út fyrir boxið og sýna það sem aðrir eru ekki vanir að sjá, sem á það líka til að stuða fólk.

Árni Björn ræðir þetta allt saman, sjálfsvinnuna, samband þeirra hjóna sem hefur þróast yfir árin og svo margt annað í þættinum sem má horfa á hér að neðan eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Árni og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, hafa verið að vekja athygli á samfélagsmiðlum undanfarið. Það er óhætt að segja að þau deila efni sem er óhefðbundið frá því sem fólk sér venjulega á Instagram og myndu örugglega lang flestir aldrei þola að deila slíku efni. Árni deilir tilfinningum sínum, eins og myndbandi af sér grátandi í lok mjög erfiðs dags, gleðinni að njóta frelsisins og hlaupa nakinn um í náttúrunni með Guðrúnu og tengingunni að dansa saman og njóta.

Það hefur ekki farið framhjá Árna að fólki þyki þetta forvitnilegt og sumum þyki þetta jafnvel undarlegt, en hann segir það ekkert trufla hann. Hann útskýrir þessa breytingu á samfélagsmiðlum og segir hana tengjast breytingu á sér sjálfum yfir árin.

Hjónin fóru í myndatöku í Lissabon. Mynd/Karin Bergmann

Fann sig upp á nýtt

„Þetta hefur verið þróun á mér sem persónuleika í gegnum árin. Ég hætti í CrossFit í Covid, ég fékk Covid árið 2020 og mjög slæmt tilfelli, fékk hjartavandamál,“ segir Árni. Fyrir það hafði hann keppt í CrossFit í áratug en eftir Covid náði hann sér ekki aftur í keppnisform og tók meðvitaða ákvörðun um að feta aðrar slóðir.

Á þeim tíma eignuðust hann og Guðrún sitt annað barn og ákváðu að dvelja í hálft ár í Tenerife í fæðingarorlofinu.

„Það var mesta Guðsgjöf ever, að fá að vera á Tenerife þegar það voru engir túristar, það var geðveikt,“ segir hann.

Árni er ófeiminn að vera hann sjálfur á samfélagsmiðlum.

„Það var tíminn fyrir mig að núlstilla mig og finna mig upp á nýtt. Ég var búinn að vera inni í CrossFit stöð 24/7 í tólf ár. Á sama tíma byrjaði ég að fara til sálfræðings. Ég hef gengið í gegnum rosalega margt. Ég á langveikt og fatlað barn, hef lent í alls konar áföllum en hafði aldrei þannig séð unnið úr þeim markvisst. Ég hafði aldrei farið til sálfræðings fyrr en árið 2020, 2021.“

Í kjölfarið hófst andlegt ferðalag Árna og alveg eins og hann deildi lífi sínu þegar hann var í CrossFit ákvað hann að gera það áfram, en alveg eins og hann var breyttur þá breyttist efnið.

Árni Björn Kristjánsson.

Virðist stuða fólk en truflar þau ekki

Árni hefur birt myndbönd af sér grátandi, dansandi, hlaupandi um nakinn. Hann hefur líka birt einlægar og persónulegar færslur um sambönd, tilfinningar og sjálfsvinnu.

Aðspurður hvort hann hafi orðið var við það að efnið sem hann og Guðrún birta eigi það til að stuða fólk segir Árni: „Já, það virðist vera.“

„Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið, en ég hef alltaf… þó svo ég var ákveðin steríótýpa á þeim tíma hef ég alltaf verið svolítið öðruvísi. Öðruvísi þenkjandi. Ég hegðaði mér öðruvísi í CrossFit og klæddi mig oft öðruvísi. Mér finnst gaman og hefur alltaf fundist spennandi að vera ekki eins og allir aðrir. Og það virðist vera sem svo að þegar fólk er svolítið öðruvísi þá getur það stuðað aðra. Ég held það sé oft að það triggerar eitthvað innra með fólki og þeirra óöryggi sem verður til þess að það stuðast af öðruvísi hegðun. En ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér það bara svoítið gaman,“ segir hann kíminn.

Mynd/Karin Bergmann
Mynd/Karin Bergmann

Eins og fyrr segir starfar Árni sem fasteignasali en hann segir þetta ekki hafa áhrif á vinnuna.

„Í raun ekki þannig, ég hef alveg orðið var við það að fólk sem ég vinn með, aðrir fasteignasalar, þeir láta mig vita að einhver er að spyrja þau: „Hvað er í gangi með Árna? Hvað er í gangi með Árna og Guðrúnu? Er ekki allt í lagi?“

Mynd/Karin Bergmann

„Ég er alltaf bara svona, er ekki allt í lagi? Í lagi með hvað? Bara því ég deildi myndbandi af mér grátandi? Ef það er eitthvað out of the ordinary þá skilur fólk það ekki og þá fer það að spyrja, sem er alveg sjálfsagt en ég vil miklu frekar að fólk spyrji mig. Hringdu í mig ef þú ert forvitinn, ég er alltaf til í að spjalla,“ segir hann.

„En ég er líka rosa heppinn að vinna á góðum vinnustað. Vinn hjá Pálsson fasteignasölu hjá Palla Páls og hann er bara minn klettur og mentor og styður mig alltaf sama hvað.“

Fylgstu með Árna á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið
Hide picture