Vísir greinir frá sýknudómnum og segir að Alfreð sé gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er honum gert að greiða aðstandendum hjónanna um 31 milljón króna.
Sjá einnig: Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri
Hjónin, sem voru á áttræðisaldri, fundust látin í ágúst á síðasta ári.
Eftir morðið á hjónunum flúði hann burtu á bíl þeirra en hann var handtekinn á bílnum á Snorrabraut í Reykjavík daginn eftir. Í ákæru var þess krafist til vara að Alfreð yrði vistaður á viðeigandi stofnun og var það niðurstaðan samkvæmt dómnum sem féll í morgun.