Arsenal hefur áhuga á Leroy Sane, kantmanni Bayern Munchen, samkvæmt þýska blaðinu Bild.
Sane, sem er 29 ára gamall, verður samningslaus í sumar og Arsenal reynir því að fá hann frítt til liðs við sig.
Skytturnar vilja styrkja sóknarlínu sína í sumar og er Sane þar álitlegur kostur, enda áður gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City.
Þýski landsliðsmaðurinn var í fjögur ár hjá City og vann Englandsmeistaratitilinn í tvígang með félaginu.
Á þessari leiktíð er Sane með 8 mörk og 4 stoðsendingar í öllum keppnum, en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern.