fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Boltinn hjá Rússum – Selenskí býst við hörðum viðbrögðum ef þeir samþykkja ekki vopnahlé

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. mars 2025 21:00

Selenskí hefur samþykkt vopnahlé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Volodímír Selenskí samþykkti fyrir hönd Úkraínumanna skilyrðislaust vopnahlé er það núna í höndum Rússa að gera slíkt hið sama. Selenskí segist búast við hörðum viðbrögðum gagnvart Rússum ef þeir gera það ekki.

Á fundi í Jeddah í Saudi Arabíu samþykktu Úkraínumenn fyrir sitt leyti vopnahlé á öllum vígstöðvum, á landi, láði og í lofti. Vopnahléið getur staðið yfir í 30 daga með möguleika á framhaldi.

Í ljósi þessa hafa Bandaríkjamenn haldið áfram stuðningi sínum við Úkraínu. Það er vopnasendingar eru aftur byrjaðar að berast til Úkraínu og Bandaríkjamenn aftur byrjaðir að deila upplýsingum um Rússa til Úkraínumanna.

Engar öryggistryggingar

Enn þá hefur hins vegar enginn samningur um verðmæta málma verið undirritaður á milli Úkraínu og Bandaríkjanna. Selenskí og Trump hafa hins vegar sammælst um að undirrita slíkan samning á næstunni.

Heldur hafa ekki náðst neinir samningar um öryggistryggingar fyrir Úkraínu ef vopnahléð kemst á. Vestrænir leiðtogar, eins og Emmanuel Macron, hafa kallað eftir því að Úkraína fái einhvers konar öryggistryggingar þegar vopnaglamrið hætti. Annað hvort með vopnahlé eða friðarsamningum. Einkum hefur verið rætt um að friðargæsluliðar frá þriðja aðila þurfi að vera settir á milli Úkraínumanna og Rússa.

Breska blaðið the Guardian greinir frá því að Volodímír Selenskí segist búast við hörðum viðbrögðum Bandaríkjamanna ef Rússar fallast ekki á vopnahléið. „Mér skilst að við getum búist við stórum aðgerðum. Ég þekki ekki smáatriðin en við erum að tala um auknar þvinganir og aukinn stuðning við Úkraínu,“ sagði forsetinn. Gert er ráð fyrir að Bandaríkjamenn og Rússar talist við í dag, miðvikudag.

Sagðist hann ánægður með viðræðurnar í Saudi Arabíu. En allt annað andrúmsloft hefur verið á milli Selenskí og Trump undanfarið en í Hvíta húsinu fyrir tveimur vikum þegar Trump og varaforsetinn J.D. Vance þóttu verða sér til skammar með umsátri um úkraínska forsetann.

Rússar tregir

Rússar hafa verið neikvæðir út í viðræður Bandaríkjamanna og Úkraínumanna í Saudi Arabíu. Einkum í ljósi þess að Rússum hefur gengið vel á vígvellinum í Kúrsk héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn réðust óvænt inn á síðasta ári.

„Rússar eru að sækja fram. Allt samkomulag verður að vera á okkar forsendum en ekki Bandaríkjamanna. Washington ætti að vita þetta,“ sagði rússneski þingmaðurinn Konstantin Kosachev á samfélagsmiðlum.

Víglínan á öðrum stöðum er hins vegar jafnari og hafa Úkraínumenn verið að sækja fram á tveimur stöðum í Donetsk héraði og gengið vel að verja vesturbakka Dnieper árinnar við Kherson borg þar sem Rússar hafa fórnað miklu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“