Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Al-Orobah var nálægt því að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar en gat ekki gefið kost á sér.
Jóhann meiddist í síðasta leik liðsins í Sádí Arabíu og fór í myndatöku í gær.
„Hann fór í myndatöku í gær í Manchester, hann var meira meiddur en hann hélt,“ sagði Arnar á fundi í dag.
Meira:
Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
„Hann verður á Spáni á okkar slóðum á sama tíma, við hittum hann aðeins. Hann verður með á nokkrum fundum, hann var svekktur að missa af þessu.“
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í náðinni hjá Arnari en hann segir erfitt að velja leikmenn sem spila á Íslandi í mars. Gylfi samdi við Víking á dögunum.
„Gylfi, í mars verkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi, það er ekki framtíðin fyrir okkur. Við erum á allt öðrum blaðsíðum en það, í mars er það ómögulegt fyrir leikmenn á Íslandi,“ sagði Arnar sem opnaði á það að velja Gylfa í júní þegar næsti gluggi er.