Mason Mount miðjumaður Manchester United er mættur aftur til æfinga en hann hefur lítið getað spilað á þessu tímabili vegna meiðsla.
Mount er á sínu öðru ári hjá United en meiðsli hafa hrjáð hann reglulega þann tíma.
Enski landsliðsmaðurinn æfði með liðinu í dag en óvíst er hvort hann verði í hóp gegn Real Sociedad á morgun.
Manuel Ugarte var einnig mættur til æfinga en hann var meiddur gegn Arsenal um helgina.
United gerði 1-1 jafntefli við Sociedad í fyrri leiknum en síðari leikurinn fer fram á Old Trafford.