Í umfjöllun Mail Online kemur fram að lögregla hafi ekki tjáð sig um handtökurnar, en fréttamiðlar á borð við The Kyodo News Agency og NHK hafi fjallað um þær.
Munu mennirnir vera á fertugs, fimmtugs- og sextugsaldri og beindust brotin gegn stúlkum á aldrinum 6 til 14 ára.
Í fréttum japanskra fjölmiðla kemur fram að lögregla hafi komist á snoðir um málið þegar einn úr hópnum var handtekinn í nóvembermánuði vegna gruns um kynferðisbrot. Lögregla lagði hald á síma mannsins og fundust þá umrædd samskipti.