Starfsmaðurinn sem um ræðir, Amber Paige Ludermilk, skar getnaðarliminn af líkinu með skurðhnífi. Limnum kom hún svo fyrir í munni líksins áður en það var sett í brennslu. Annar starfsmaður, nemi, varð vitni að atvikinu og tilkynnti sá málið til lögreglu. Mun Amber hafa sagt við nemann, á ógnandi hátt, að „hann hafi ekki séð neitt gerast“.
Í frétt KHOU 11 kemur fram að Amber hafi ekki þekkt manninn, Charles Roy Rodriguez, persónulega en hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot árið 2001. Munu aðstandendur mannsins, sem lést í janúar síðastliðnum, hafa sagt starfsfólki útfararstofunnar að hann hafði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot og komst Amber að því þannig.
Saksóknari í málinu, Alan Rosen, segir að lögum samkvæmt beri að meðhöndla lík af virðingu og hvað maðurinn gerði í lifanda lífi breyti engu þar um.
Amber hefur verið kærð fyrir illa meðferð á líki og þá hefur hún misst starf sitt á umræddri útfararstofu.