Kona, sem lögreglan leitaði að í dag vegna rannsóknar á andláti karlmanns í morgun, var handtekin í austurbænum laust eftir klukkan níu í kvöld.
RÚV greinir frá.
Sjö eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins, fimm karlmenn voru handteknir snemma í dag og sjötti karlmaðurinn eftir eftirför lögreglu seinni partinn. Konan var með karlmanninum í bifreið sem lögreglan veitti eftirför, en komst undan á hlaupum.
Vísir hefur eftir Heimi Ríkarðssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ekki er verið að leita að fleirum vegna málsins.
Sjá einnig: Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sextugsaldri – Líkið fannst í Gufunesi
Sjá einnig: Manndrápsmálið:Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu