Paris Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistardeildar Evrópu eftir sigur á Liverpool í frábærum fótboltaleik á Anfield í 16-liða úrslitum í kvöld.
PSG byrjaði betur og komst yfir með marki Ousmane Dembele á 12. mínútu og jafnaði þar með einvígið. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Liverpool kom af mun meiri krafti inn í seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta möguleika sína. Því var farið í framlengingu.
Þar var ekkert skorað, þó PSG hafi sótt nokkuð duglega að marki Liverpool undir lokin. Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara leiksins.
Þar klikkuðu bæði Darwin Nunez og Curtis Jones á sínum spyrnum fyrir Liverpool og Parísarliðið því áfram.