Tekjur knattspyrnudeildar Þórs jukust um 45 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024.
Tekjur deildarinnar voru 202 milljónir á síðasta ári en hækkunin var 27 prósent, tekjur deildarinnar voru árið 157 milljónir.
Hagnaður deildarinnar var 17 milljónir á liðnu ári. Framlög og styrkir voru 66 milljónir á síðasta ári og hækkaði sú tala um 19 milljónir frá fyrra ári.
Meira:
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Aðrar tekjur voru 71 milljón og hækkuðu um 24 milljónir á milli ár. Laun og launatengd gjöld félagsins voru 92 milljónir og hækkuðu um 6 milljónir frá fyrra ári.
Rekstrarkostnaður deildarinnar var 184 milljónir á síðasta ári og hækkaði um 17 milljónir frá fyrra ári.
Félagið átti rúmar 20 milljónir í handbært fé undir lok síðasta árs en skuldir deildarinnar í heild voru 27 milljónir.
Þór keypti leikmenn fyrir 6,5 milljón á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir 26,5 milljón.