Manchester United gæti þurft að borga Marcus Rashford um 3,5 milljarð svo hann yfirgefi félagið næsta sumar.
Rashford er á láni hjá Aston Villa þessa stundina og hefur líkað vistin á Villa park vel.
Rashford er með 325 þúsund pund á viku hjá United og er með samning til næstu þriggja ára.
Ensk blöð segja að Rashford muni krefjast þess að fá væna greiðslu ef hann þarf að lækka launin sín.
Aston Villa getur keypt Rashford í sumar á 40 milljónir punda en ólíklegt er að hann fái sömu laun þar, í raun er það útilokað.
Rashford vill komast til Barcelona en spænska félagið hefur ekki sýnt því mikinn áhuga á að fá hann.