Barcelona komst nokkuð þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með sigri á Benfica í kvöld.
Börsungar unni frækinn 0-1 sigur í fyrri leiknum í Portúgal þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta leiks og því í góðri stöðu fyrir kvöldið.
Raphinha kom heimamönnum yfir á 11. mínútu leiksins en Nicolas Otamendi svaraði með marki skömmu síðar.
Lamine Yamal kom Barcelona aftur yfir á 27. mínútu og Raphinha sá til þess að staðan var 3-1 í hálfleik með öðru marki sínu skömmu fyrir leikhlé.
Meira var ekki skorað og lokatölur 3-1. Barcelona fer áfram eftir samanlagðan 4-1 sigur.