Hér á eftir kemur listi yfir nokkrar matvörur sem örva kynhvötina.
Lárperur – Þær innihalda mikið af E-vítamíni sem eykur blóðflæðið og orku. Þess utan styðja holl fituefni við hormónaframleiðsluna sem er mikilvæg fyrir kynhvötina.
Dökkt súkkulaði – Það inniheldur fenýletýlamín sem eykur hamingju- og ástartilfinninguna. Það eykur líka serótínmagnið sem getur skilað sér í meiri afslöppun og betra skapi.
Ostrur – Þær eru þekktar sem mjög kynörvandi matur. Þær innihalda mikið af sinki sem eykur testósterónframleiðsluna og bætir gæði sæðisins.
Chili – Chili kemur blóðinu á hreyfingu og losar um endorfín sem geta ýtt undir ástarhvötina.
Jarðarber – Þau innihalda mikið C-vítamín sem getur bætt blóðflæðið. Útlit þeirra gerir þau einnig að mjög svo rómantískum mat.
Vatnsmelónur – Þær innihalda sítrullín, sem er amínósýra, sem getur hjálpað æðunum að slaka á og bætt blóðflæðið. Svipað og náttúrulegt Viagra.