fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

5 mýtur um gigt – Hér er sannleikurinn

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 17:00

Margir verða fyrir barðinu á vefjagigt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gigt er mjög algengur krónískur sjúkdómur sem leggst á milljónir manna um allan heim. En gigt er ekki einn sjúkdómur. Samkvæmt því sem Arthritis Foundation þá nær orðið gigt yfir rúmlega 100 mismunandi sjúkdóma sem hafa áhrif á liðina.

EatingWell skýrir frá þessu og segir að þrátt fyrir að margir tengi gigt við gamalt fólk, þá leggist sjúkdómurinn á fólk í öllum aldurshópum. Tæplega helmingur fullorðinna upplifir gigt áður en 65 ára aldri er náð.

En þrátt fyrir að þetta sé algengur sjúkdómur, þá eru margar mýtur á kreiki um hvað veldur honum og hvernig er best að takast á við hann.

Hér skoðum við nokkur dæmi:

„Gist leggst bara á gamalt fólk“ – Slitgigt er algeng hjá eldra fólki en aðrar tegundir gigtar geta komið fram hjá börnum og fullorðnum. Erfðir, lífsstíll, sýkingar og líkamstjón geta haft áhrif á gigt, óháð aldri fólks.

„Þú færð gigt við að láta braka í fingrum“ – Margir hafa eflaust heyrt að maður fái gigt við að láta braka í fingrum. En rannsóknir sýna að svo sé ekki. Þetta er auðvitað pirrandi fyrir nærstadda en veldur ekki gigt.

„Hreyfing gerir gigtina verri“ – Oft er sagt að hreyfing geti skaðað liðið, sem eru með gigt. Þetta er ekki rétt því hreyfing styrkir vöðvana í kringum liðina, bætir liðleikann og dregur úr verkjum. Hreyfing með lítilli ákefð, til dæmis sund, gönguferðir og hjólreiðar, getur verið mjög gagnleg.

„Allar tegundir gigtar eru eins“ – Þetta er ekki rétt og rétt greining á gigt skiptir miklu máli þegar kemur að meðferð.

„Það er ekki hægt að gera neitt við gigt“ – Þrátt fyrir að gigt sé krónískur sjúkdómur, þá geta lífsstílsbreytingar haft mikil áhrif. Miðjarðarhafsmataræðið, hreyfing og að gæta að þyngdinni getur dregið úr einkennum og bætt lífsgæðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum
Pressan
Í gær

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari