Þetta sagði hagfræðisagnfræðingurinn Erlend Bjøtvedt í samtali við Børsen.
„Rússland hefur orðið fyrir miklum áhrifum af refsiaðgerðunum. Sífellt fleiri sjá að rússneskt efnahagslíf er í miklum vanda,“ sagði hann.
Hann vísaði einnig til stöðunnar í Þýskalandi 1944 til að sýna að framleiðsla og vöruflutningar hrynja saman um leið og efnahagurinn.
Hann sagðist telja að rússnesk stjórnvöld ljúgi blákalt til um stöðu efnahagsmála og að verðbólgan sé miklu hærri en haldið er fram.
Evrópskir leiðtogar óttast að Donald Trump muni aflétta refsiaðgerðunum gegn Rússlandi, einmitt þegar þær koma allra verst við Rússa. Á föstudaginn hafði hann hins vegar í hótunum við Rússa um að herða refsiaðgerðirnar enn frekar.
En eins og alltaf er nánast útilokað að lesa í hvað Trump ætlar sér og kannski veit hann það ekki einu sinni sjálfur.