Gary O’Driscoll, yfirmaður læknamála hjá Manchester United, og Jim Moxon, yfirlæknir aðalliðs karla hjá félaginu, eru báðir að yfirgefa Old Trafford.
O’Driscoll kom til United frá Arsenal eftir fjölda ára í London og kemur brottför hans nokkuð á óvart. Moxon fer sömu leið.
Heimildamenn Daily Mail sem eru nánir United segja brottför tvímenninganna ekki hafa neitt að gera með harðan niðurskurð félagsins undanfarið, sem Sir Jim Ratcliffe hefur leitt.
Enn fremur kemur fram að brottförin hafi ekkert með mikil meiðslavandræði félagsins undanfarin tímabil að gera.
O’Driscoll og Moxon munu báðir starfa áfram hjá United á meðan aðrir aðilar verða settir inn í störfin og aðlagast þeim.