Sir Jim Ratcliffe, einn eigenda Manchester United, segir að það hafi verið mistök að halda Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra síðasta sumar.
Ten Hag hafði stýrt United í tvö ár og fékk tækifæri til að gera það áfram eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum síðastliðið vor, þrátt fyrir að liðið hafi hafnað í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta tímabil fór hins vegar illa af stað og í haust var hann rekinn. Ruben Amorim tók við af honum en hefur ekki tekist að snúa gengi United við. Liðið er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.
„Við leyfðum Ten Hag að njóta vafans. Það var röng ákvörðun, mistök af okkar hálfu,“ segir Ratcliffe.
„Það spilaði ýmislegt inn í þessa ákvörðun okkar en þegar allt kmeur til alls var hún röng. Það er á okkur.“