fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Máttu ekki láta fyrirtækið lána fyrir fasteignakaupum dótturinnar

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra um að lánveitingar einkahlutafélags til eigenda þess, hjóna, skuli færðar þeim til tekna. Ráðstöfuðu hjónin lánveitingunum til fasteignakaupa dóttur sinnar og maka hennar. Voru þessar greiðslur fyrirtækisins í þágu dótturinnar ekki heimilar, samkvæmt lögum.

Hjónin kærðu úrskurðinn til yfirskattanefndar í nóvember síðastliðnum en úrskurðurinn lá fyrir í ágúst. Varðar úrskurðurinn endurálagningu opinberra gjalda hjónanna fyrir árið 2021. Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að með úrskurði sínum hækkaði ríkisskattstjóri tekjuskatts- og útsvarsstofn hvors hjónanna um sig um 20.850.262 króna fyrir gjaldárið 2021 vegna meintrar óheimilar lánveitingar einkahlutafélags þeirra, til hjónanna sjálfra, á árinu 2020 sem skattleggja bæri sem launatekjur þeirra. Ríkisskattstjóri bætti 25 prósent álagi við hækkun skattstofna hjónanna sem af breytingunni leiddi. Nam fjárhæð álags 5.212.566 króna hjá hvoru þeirra fyrir sig. Af hálfu hjónanna var þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra yrði felldur úr gildi.

Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar að af bréfaskiptum sem liggi fyrir í málinu megi ráða að greiðslur fyrirtækisins til hjónanna hafi verið í þágu dóttur þeirra. Hjónin áttu hvort um sig helmingshlut í fyrirtækinu. Annað þeirra var skráð framkvæmdastjóri og prókúruhafi en hitt sem stjórnarmaður. Skráður tilgangur fyrirtækisins væri byggingarstarfsemi, rekstur fasteinga, nayðsynleg lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Engir starfsmenn hefðu verið á launaskrá hjá fyrirtækinu síðan 2020.

Vaxtalaus krafa

Í úrskurði ríkisskattstjóra kom fram að fyrirtækið hefði átt vaxtalausa kröfu á hendur dótturinni og maka hennar að fjárhæð 41.700.524 króna í lok árs 2020. Nánar tiltekið lægi fyrir að fyrirtækið hefði lagt 35.000.000 króna inn á bankareikning tilgreindrar fasteignasölu vegna kaupa þeirra á fasteign, en þessu til viðbótar hefði félagið lagt samtals 5.977.965 króna inn á bankareikning dótturinnar í þremur greiðslum á árinu 2020. Hafi hjónin sagt að um lán hefði verið að ræða og talið að full heimild stæði til lánveitingarinnar þar sem fasteign hefði staðið til tryggingar greiðslu lánsins. Engar athugasemdir hefðu verið gerðar af hálfu endurskoðanda félagsins við þetta fyrirkomulag. Vegna þessa tók ríkisskattstjóri fram að skattskil félagsins bæru með sér að ekkert hefði verið greitt af láninu og bentu skattskil dótturinnar til þess sama. Komið hefði fram að hjónin hefðu yfirtekið kröfuna á árunum 2022 og 2023 og hefði dóttir þeirra og maki hennar byrjað að greiða hjónunum vexti en ekkert hefði enn verið greitt af láninu. Þá hefði ekki verið gerður lánssamningur.

Var í úrskurði ríkisskattstjóra minnt á að samkvæmt lögum hefðu einkahlutafélög ekki heimild til að lána hluthöfum, stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum viðkomandi félags og heldur ekki niðjum þeirra nema um væri að ræða venjulegt viðskiptalán. Sagði ríkisskattstjóri að þar sem enginn samningur hefði verið gerður um lánið væri það ekki rétt að lánið væri tryggt með veði í fasteign. Lánið væri ekki byggt á öðru en fjölskylduböndum og því ekki um venjulegt viðskiptalán að ræða, heldur málamyndagerning.

Þar af leiðandi bæri að skattleggja lánveitinguna hjá hjónunum sem laun. Bætt var við 25 prósent álagi á þeim grundvelli að skattskilum hjónanna hefði verið verulega ábótavant. Engu breytti þótt hjónin hafi verið í góðri trú um að skattskilin hefðu verið rétt.

Héldu að þau mættu

Hjónin sögðu í sínum andsvörum að þau hafi talið fyrirtækinu heimilt að lána dóttur þeirra. Lánssamningur hafi verið gerður en hann hafi verið munnlegur. Lánið hefði verið á viðskiptalegum grunni en fyrirtækið hafi hagnast á því um 736.854 krónur. Dóttir þeirra og maki hennar hefðu greitt vexti og uppgreiðsla á láninu sýndi að um venjulegt viðskiptalán hefði verið að ræða.

Í andsvörum sínum vildi ríkisskattstjóri meina að hjónin hefðu bókfært úttekt sína úr fyrirtækinu sem kröfu á dóttur þeirra, til málamynda.

Í niðurstöðu yfirskattanefndar segir að ljóst sé af gögnum málsins að greiðslur fyrirtækisins til hjónanna hafi verið lán til dóttur þeirra. Þetta lán geti ekki talist vera venjulegt viðskiptalán, í skilningi laga, og sé því óheimilt samkvæmt lögum um einkahlutafélög. Tekur nefndin undir það með ríkisskattstjóra að úr því að greiðslurnar fóru fyrst til hjónanna beri að beina málinu að þeim og að greiðslunar úr sjóðum fyrirtækisins til þeirra beri að skattleggja eins og launatekjur. Nefndin sagði heldur ekki tilefni til að endurskoða að bætt hefði verið 25 prósent álagi ofan á skattgreiðslur hjónanna þar sem skattskil þeirra hafi verið haldin verulegum annmörkum.

Kröfum hjónanna var því alfarið hafnað og um 26 milljóna króna hækkun á tekjuskattsstofni þeirra, hvors um sig, fyrir árið 2021, stendur því óhögguð.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“