Manchester United mun í sumar þurfa að rífa fram 89 milljónir punda fyrir leikmenn sem eru nú þegar hjá félaginu.
Glazer fjölskyldan sem áður stýrði félaginu hefur safnað upp skuldum með því að borga fyrir leikmenn í gegnum nokkur ár.
Sir Jim Ratcliffe segir þetta stórt vandamál hjá félaginu í dag og tók þetta sem dæmi í viðtali í gær.
„Við erum að borga fyrir Casemiro, Onana, Hojlund og Sancho áfram í sumar,“ sagði Ratcliffe sem á félagið með Glazer fjölskyldunni í dag.
„Þetta er allt úr fortíðinni, við tókum við þessu og verðum að greiða úr þessum vandræðum.“
„Sancho er á láni hjá Chelsea og við erum að borga helminginn af launum hans, við þurfum að borga Dortmund 17 milljónir punda í sumar.“
United fær svo 25 milljónir punda frá Chelsea í sumar fyrir Sancho þegar félagið þarf að kaupa hann.