Neymar leikmaður Santos hefur ýtt undir eina áhugaverðustu samsæriskenningu í fótboltanum með því að meiðast og ekki geta spilað um helgina
Tímasetningin vekur athygli en systir hans á afmæli í dag.
Neymar hefur í níu af síðustu tíu árum verið meiddur á þessum tíma og er alltaf sagður hafa fengið leyfi til að fara og fagna afmæli systur hans.
Neymar samdi við Santos í janúar og mun spila með félaginu fram á sumar þegar hann vill aftur halda til Evrópu.
Neymar er að finna takt eftir að hafa slitið krossband í Sádí Arabíu og hefur átt ágætis spretti í heimalandinu.
Hann fagnar afmæli með Rafaella Santos í dag og reynir að jafna sig af meiðslunum.